Mengunarbúnaður sjúkrabíls olli dauða sjúklings Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2013 08:30 Sjúklingurinn dó í sjúkrabílnum eftir að hann drap á sér Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Sjúkrabíll sem var á leið með 34 ára sjúkling á spítala í Washington í Bandaríkjunum drap á sér fyrirvaralaust og ekki var hægt að ræsa bílinn aftur. Það varð til þess að sjúklingurinn dó í bílnum. Annar sjúkrabíll sem flytja átti sjúklinginn það sem eftir var leiðar kom 7 mínútum síðar og það var of seint. Ástæða þess að sjúkrabíllinn drap á sér var sú að skynjari sem fylgist með mengunarbúnaði slökkti á vél bílsins en tími var kominn til þess að sinna viðhaldi hans. Svona á þetta reyndar ekki að virka í sjúkrabílum og átti fyrst að koma upp viðvörunarljós um að til viðhalds væri komið, en sá búnaður klikkaði og því fór sem fór. Það er sannarlega kaldhæðni örlaganna að búnaður sem vernda á heilsu fólks skuli verða valdur að dauða annarra.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent