Ford EcoBoost vél ársins öðru sinni Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2013 09:51 Ford 1,0 l. EcoBoost vél í Focus Líkt og í fyrra hefur 1,0 lítra EcoBoost vélin frá Ford verið valin vél ársins í heiminum. Það eru 87 bílablaðamenn frá 35 löndum sem hafa atkvæðisrétt í þessu kjöri. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem sami bílaframleiðandi vinnur tvö ár í röð. Að auki var kjörið svo afgerandi að þessu sinni að aldrei áður hefur sigurvegarinn hlotið fleiri stig í kjörinu, sem farið hefur fram í 15 ár. Þessi eins lítra EcoBoost vél Ford skilar 123 hestöflum, sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Þessari hestaflatölu skilar vélin að auki á mjög breiðu snúningssviði, eða frá 1.400 til 4.500 snúningum. Smæð vélarinnar og hversu létt hún er hjálpar líka akstureiginleikum þeirra bíla sem þessi vél er sett í. Þeir verða mjög léttir að framan fyrir vikið. Þessa ofurléttu en öflugu vél má nú finna í einum 5 gerðum Ford bíla, Fiesta, Focus, B-Max, C-Max og Grand C-Max. Ford áformar að setja hana að auki í gerðirnar Mondeo, EcoSport, Transit Connect, Transit Courier og Tourneo Courier og verða gerðirnar þá 10. Það kemur því ekki á óvart að slegið hafi verið í bykkjuna í framleiðslu hennar í vélaverksmiðju Ford í Köln. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Líkt og í fyrra hefur 1,0 lítra EcoBoost vélin frá Ford verið valin vél ársins í heiminum. Það eru 87 bílablaðamenn frá 35 löndum sem hafa atkvæðisrétt í þessu kjöri. Þetta er aðeins í þriðja skipti sem sami bílaframleiðandi vinnur tvö ár í röð. Að auki var kjörið svo afgerandi að þessu sinni að aldrei áður hefur sigurvegarinn hlotið fleiri stig í kjörinu, sem farið hefur fram í 15 ár. Þessi eins lítra EcoBoost vél Ford skilar 123 hestöflum, sem telst óvenju mikið miðað við rúmmál sprengirýmis. Þessari hestaflatölu skilar vélin að auki á mjög breiðu snúningssviði, eða frá 1.400 til 4.500 snúningum. Smæð vélarinnar og hversu létt hún er hjálpar líka akstureiginleikum þeirra bíla sem þessi vél er sett í. Þeir verða mjög léttir að framan fyrir vikið. Þessa ofurléttu en öflugu vél má nú finna í einum 5 gerðum Ford bíla, Fiesta, Focus, B-Max, C-Max og Grand C-Max. Ford áformar að setja hana að auki í gerðirnar Mondeo, EcoSport, Transit Connect, Transit Courier og Tourneo Courier og verða gerðirnar þá 10. Það kemur því ekki á óvart að slegið hafi verið í bykkjuna í framleiðslu hennar í vélaverksmiðju Ford í Köln.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent