Chevrolet TRAX kemur í júlí Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 08:15 Chevrolet Trax jepplingurinn kemur til landsins í júlí. TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí." Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent
TRAX, nýi jepplingurinn frá Chevrolet, er þegar farinn að hlaða á sig rósum á mörkuðum erlendis. Nú á dögunum var kynnt úttekt sem EURO NCAP gerði á honum en NCAP er sjálfstæð stofnun sem metur árekstravarnir nýrra fólksbíla í Evrópu. TRAX hlaut 5 stjörnur og hæstu einkunn í sínum flokki, en árið 2013 voru innleiddir mun strangari staðlar við prófanirnar. TRAX er þar með orðinn sjötti bíllinn frá Chevrolet sem flaggar Euro NCAP öryggisstimplinum eftirsótta. Fyrir eru Aveo, Volt, Cruze , Orlando, Malibu og Captiva. "Þetta eru flottar fréttir því TRAX er sérlega spennandi viðbót við Chevrolet fjölskylduna og vakti mikla athygli á bílasýningunni í Fífunni í vor," segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. "TRAX jepplingurinn kom á Evrópumarkaðinn í maí og við fáum hann til okkar í júlí."
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent