Argur lestarstjóri Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2013 11:30 Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent
Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent