Toyota ýjar að arftaka Supra Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2013 14:45 Toyota Celica Supra Takeschi Uchiyamada sem brátt verður stjórnarformaður Toyota hefur gefið til kynna að sportbíllinn sem Toyota er að vinna að í samstarfi við BMW verði arftaki Toyota Celica Supra bílsins. Hann færði fyrirtækinu góða ímynd sem framleiðandi góðra sportbíla, en Toyota hefur misst þá ímynd eftir að fyrirtækið hefur ekki boðið slíka bíla eftir að framleiðslu hans var hætt árið 1999. Sú ímynd batnaði þó til muna eftir gott samstarf Toyota við Subaru við framleiðslu Toyota GT-86/Subaru BRZ bílsins. Nýi bíllinn á að vera líkari Celica Supra bílnum og aðgreinast verulega frá GT-86. Stærstu ákvarðanirnar um smíði þessa bíls verða teknar af verkfræðingum okkar sagði Uchiyamada. Uchiyamada er frægastur sem faðir Prius Hybrid bílsins svo smíði þessa sportbíls er ansi langt frá sérsviði hans en hann gerir sér grein fyrir hversu miklvægt er fyrir Toyota að endurreisa ímynd sína á sviði sportbíla og gera merki Toyta spennandi aftur. Það ætti ekki að reynast þessu stærsta bílafyrirtæki heims svo erfitt með allt sitt fjármagn. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður
Takeschi Uchiyamada sem brátt verður stjórnarformaður Toyota hefur gefið til kynna að sportbíllinn sem Toyota er að vinna að í samstarfi við BMW verði arftaki Toyota Celica Supra bílsins. Hann færði fyrirtækinu góða ímynd sem framleiðandi góðra sportbíla, en Toyota hefur misst þá ímynd eftir að fyrirtækið hefur ekki boðið slíka bíla eftir að framleiðslu hans var hætt árið 1999. Sú ímynd batnaði þó til muna eftir gott samstarf Toyota við Subaru við framleiðslu Toyota GT-86/Subaru BRZ bílsins. Nýi bíllinn á að vera líkari Celica Supra bílnum og aðgreinast verulega frá GT-86. Stærstu ákvarðanirnar um smíði þessa bíls verða teknar af verkfræðingum okkar sagði Uchiyamada. Uchiyamada er frægastur sem faðir Prius Hybrid bílsins svo smíði þessa sportbíls er ansi langt frá sérsviði hans en hann gerir sér grein fyrir hversu miklvægt er fyrir Toyota að endurreisa ímynd sína á sviði sportbíla og gera merki Toyta spennandi aftur. Það ætti ekki að reynast þessu stærsta bílafyrirtæki heims svo erfitt með allt sitt fjármagn.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður