Verksmiðjur Packard boðnar upp Finnur Thorlacius skrifar 12. júní 2013 10:15 Margar af byggingunum eru orðnar óhrjálegar Það verður að teljast til tíðinda að nú á að selja verksmiðjur Packard bílaframleiðandans sem lagði upp laupana árið 1958. Verksmiðjurnar voru reistar árið 1903 í Detroit eru samtals yfir 300.000 fermetrar. Frá því verksmiðjunum var lokað hafa hin ýmsu smærri fyrirtæki fengið inni í byggingum Packard, en sumar þeirra samt staðið tómar í þessa rúmu hálfu öld. Ástæðan fyrir því að verksmiðjurnar hafa ekki verið boðnar til kaups eða niðurrifs fyrr en nú er óljóst eignarhald þeirra. Það sem hinsvegar markar þessi tímamót nú er að miklar opinberar skuldir hvíla á eignunum og ekki hefur verið greitt af þeim í nokkurn tíma. Því er um eiginlegt uppboð á þeim að ræða og ef lítill áhugi verður á þeim fær getur kaupandi þeirra eignast þær á lágmarksverði, 21.500 dollara. Væri það nokkuð lágt verð fyrir 300.000 fermetra af byggingum í 43 aðskildum húsum, þó þær séu nú ekki í toppstandi. Á síðustu árum hefur þeim fyrirtækjum fækkað ört sem verið hafa í byggingunum og þær því drabbast nokkuð niður og vandalismi og veggjakrot áberandi á þeim. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent
Það verður að teljast til tíðinda að nú á að selja verksmiðjur Packard bílaframleiðandans sem lagði upp laupana árið 1958. Verksmiðjurnar voru reistar árið 1903 í Detroit eru samtals yfir 300.000 fermetrar. Frá því verksmiðjunum var lokað hafa hin ýmsu smærri fyrirtæki fengið inni í byggingum Packard, en sumar þeirra samt staðið tómar í þessa rúmu hálfu öld. Ástæðan fyrir því að verksmiðjurnar hafa ekki verið boðnar til kaups eða niðurrifs fyrr en nú er óljóst eignarhald þeirra. Það sem hinsvegar markar þessi tímamót nú er að miklar opinberar skuldir hvíla á eignunum og ekki hefur verið greitt af þeim í nokkurn tíma. Því er um eiginlegt uppboð á þeim að ræða og ef lítill áhugi verður á þeim fær getur kaupandi þeirra eignast þær á lágmarksverði, 21.500 dollara. Væri það nokkuð lágt verð fyrir 300.000 fermetra af byggingum í 43 aðskildum húsum, þó þær séu nú ekki í toppstandi. Á síðustu árum hefur þeim fyrirtækjum fækkað ört sem verið hafa í byggingunum og þær því drabbast nokkuð niður og vandalismi og veggjakrot áberandi á þeim.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent