Porsche stöðvar framleiðslu vegna flóða Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 14:15 Flóðin í Evrópu hafa víðtæk áhrif á atvinnulífið Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Bílaframleiðandinn Porsche hefur neyðst til að stöðva framleiðslu á Panamera og Cayenne bílunum í verksmiðju sinni í Leipzig í Þýskalandi vegna hinna miklu flóða sem herja nú á íbúa þarlendis sem og í öðrum löndum Evrópu. Stöðvunin stafar af skorti íhluta sem ekki berast verksmiðjunni þar sem leiðir að henni hafa lokast vegna flóðanna. Yfirbygging Cayenne jappans kemur frá öðrum verksmiðjum í Bratislava í Tékklandi og þaðan komast þær ekki til Leipzig. Forsvarsmenn Porsche segja að í verksmiðjunni í Leipzig verði þessi truflun í framleiðslunni unnin upp með aukavöktum eftir að flóðunum linnir og því muni þetta ekki draga úr framleiðslu Porsche á árinu. BMW er einnig með bílaverksmiðju í Leipzig en þar hefur ekki enn komið til tafa. Ekki er ljóst hvenær framleiðsla Porsche mun fara á fullt að nýju.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent