Tvöföld óheppni Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2013 11:15 Allt á floti í málningu inni í bílnum og bilstjórinn líka Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Eitt er að lenda í bílslysi en annað að verða baðaður í málningu í leiðinni. Þessi óheppni ökumaður í Washingtonfylki missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi og endaði utan vegar. Hann hafði nýverið fjárfest í talsverðu magni af málningu og eitthvað virðast lokin á dollunum hafa verið illa fest á því þær opnuðust flestar og léku lausum hala í bílnum er hann skoppaði um grundirnar utan vegar. Því var aðkoman ekki falleg, ökumaðurinn algerlega baðaður í málningunni, en auk þess hundur mannsins og innrétting bílsins. Ökumaðurinn var fluttur á spítala með minniháttar meiðsl en þar beið hans fyrst heilmikill málningarþvottur. Minni sögum fer af þvotti á hundi hans. Vonandi var þetta vatnsuppleysanleg málning, ekki olíumálning. Endursöluverð bílsins hefur örugglega lækkað aðeins við óhappið.Allt á floti allsstaðar og hundurinn með
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent