Þýsku bílasamtökin ADAC eru nú að skoða kaup á hinni gjaldþrota akstursbraut Nürburgring, sem fór á hausinn í maí síðastliðnum. Skiptastjóri fyrirtæki þess sem á og rak brautina er KPMG og þurfa þeir að skoða fjölmarga áhugasama kaupendur á brautinni frægu á næstunni.
Það eru víst um 100 mismundandi aðilar sem lýst hafi sig áhugasama um kaup á brautinni og heyrst hefur að 20 til 30 þeirra séu mjög áhugsamir um tilboð í hana. ADAC væri alls ekki vitlaus rekstrar- og eignaraðili brautarinnar, en ADAC er nú þegar styrktaraðili nokkurra frægra aksturkeppna, sem mætti þá færa í meira mæli á brautina.
ADAC áhugasamt um kaup á Nürburgring
