Mark Webber til Porsche í þolakstur 27. júní 2013 14:45 Mark Webber á góðri stundu Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent
Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent