Nýtt hraðaheimsmet á rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2013 12:45 Það má með ólíkindum teljast að hraðaheimsmet á rafmagnsbíl hafi verið orðið 39 ára gamalt, en svo var raunin þangað til nú í vikunni. Gamla metið var 281 km/klst en rafmagnsbíll sem kallaður er Lola náði 328 km/klst á Elvington flugbrautinni í Yorkshire í Bretlandi í fyrradag. Þægilegra er að tala um Lola en fullt nafn bílsins, en hann heitir því "þjála" nafni Drayson B12 69/EV electric Le Mans Prototype. Lola rafmagnsbíllinn fór þriggja kílómetra sprett á flugbrautinni tvisvar sinnum, því annars fást heimsmet ekki staðfest og tekið er meðaltal mesta hraða í báðum ferðum. Lola bíllinn er 850 hestöfl, er tæplega 1 tonn að þyngd, er með 30 kWh rafhlöður og dekkin eru LM P1 Michelin. Alveg má deila um hvort hraðaheimsmetið sé ekki í eigu Buckeye Bullet, rafknúins bíls eða skutlu sem smíðaður var í háskólanum Ohio State University, en hann náði 483 km/klst á Bonneville saltsléttunum í Utah. Met hans hefur hinsvegar ekki verið staðfest af FIA og því er það met Lola bílsins sem miða þarf við ef bæta skal metið enn. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent
Það má með ólíkindum teljast að hraðaheimsmet á rafmagnsbíl hafi verið orðið 39 ára gamalt, en svo var raunin þangað til nú í vikunni. Gamla metið var 281 km/klst en rafmagnsbíll sem kallaður er Lola náði 328 km/klst á Elvington flugbrautinni í Yorkshire í Bretlandi í fyrradag. Þægilegra er að tala um Lola en fullt nafn bílsins, en hann heitir því "þjála" nafni Drayson B12 69/EV electric Le Mans Prototype. Lola rafmagnsbíllinn fór þriggja kílómetra sprett á flugbrautinni tvisvar sinnum, því annars fást heimsmet ekki staðfest og tekið er meðaltal mesta hraða í báðum ferðum. Lola bíllinn er 850 hestöfl, er tæplega 1 tonn að þyngd, er með 30 kWh rafhlöður og dekkin eru LM P1 Michelin. Alveg má deila um hvort hraðaheimsmetið sé ekki í eigu Buckeye Bullet, rafknúins bíls eða skutlu sem smíðaður var í háskólanum Ohio State University, en hann náði 483 km/klst á Bonneville saltsléttunum í Utah. Met hans hefur hinsvegar ekki verið staðfest af FIA og því er það met Lola bílsins sem miða þarf við ef bæta skal metið enn.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent