Loeb rústar meti á æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2013 09:44 Sebastian Loeb á Peugeot 208 T16 bílnum við æfingar í Pikes Peak Næsta sunnudag fer Pikes Peak fjallaklifurskeppnin fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hingað til hefur þátttakendum boðist 3 æfingadagar fyrir keppnina en nú var einum degi bætt við og var fyrsti dagurinn í gær. Máttu keppendur á bílum æfa sig á neðri helmingi leiðarinnar, en mótorhjólamenn máttu fara alla leið upp. Dagurinn var ekki tíðindalaus, en tveimur ökumönnum tókst að gereyðileggja bíla sína með útafakstri. Fréttnæmara er þó að Sebastian Loeb rústaði núverandi meti Rhys Millen á neðri hlutanum. Hann rann skeiðið á 3:30,768 mínútum en Rhys náði í fyrra 3:54,835 á Hyundai Genesis Coupe Unlimited Racer bílnum. Þarna munar svo miklu að svo gæti farið að Loeb bætti met Millen um hátt í eina mínútu á sunnudaginn, þegar öll leiðin verður farin. Allavega hefur Leob bæði hæfileikana og bílinn til þess, 875 hestafla Peugeot 208 T16. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent
Næsta sunnudag fer Pikes Peak fjallaklifurskeppnin fram í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Hingað til hefur þátttakendum boðist 3 æfingadagar fyrir keppnina en nú var einum degi bætt við og var fyrsti dagurinn í gær. Máttu keppendur á bílum æfa sig á neðri helmingi leiðarinnar, en mótorhjólamenn máttu fara alla leið upp. Dagurinn var ekki tíðindalaus, en tveimur ökumönnum tókst að gereyðileggja bíla sína með útafakstri. Fréttnæmara er þó að Sebastian Loeb rústaði núverandi meti Rhys Millen á neðri hlutanum. Hann rann skeiðið á 3:30,768 mínútum en Rhys náði í fyrra 3:54,835 á Hyundai Genesis Coupe Unlimited Racer bílnum. Þarna munar svo miklu að svo gæti farið að Loeb bætti met Millen um hátt í eina mínútu á sunnudaginn, þegar öll leiðin verður farin. Allavega hefur Leob bæði hæfileikana og bílinn til þess, 875 hestafla Peugeot 208 T16.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent