Ný mynd í bígerð hjá Baltasar Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júní 2013 17:57 Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum. Mynd/ GETTY Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein