Ný mynd í bígerð hjá Baltasar Jóhannes Stefánsson skrifar 24. júní 2013 17:57 Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum. Mynd/ GETTY Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ný mynd er nú í bígerð hjá Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Myndin er spennumynd og fjallar um fanga sem eru frelsaðir úr fangelsi í einn dag til að myrða spillta stjórnmálamenn. Þetta staðfesti Baltasar í samtali við Vísi. „Þetta er byggt á þessari sannsögulegu hugmynd, en þetta gerðist bæði í Mexíkó og á Filippseyjum. Þessi nýja mynd er byggð lauslega á þessum atburðum og svo er ég búinn að búa til sögu utan um það," segir Baltasar Kormákur. Baltasar segir hugmyndina á frumstigi. „Ég er búinn að búa til söguna og er nú í samningaviðræðum við kvikmyndaver um framhaldið. Það á eftir að skrifa handrit en þetta gæti gerst hratt því ég finn fyrir miklum áhuga á verkefninu. Þetta er bæði mjög skýr hugmynd og svo er þetta eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Það gerir þetta spennandi." Enginn titill er kominn á myndina enn sem komið er. Baltasar er einnig með myndina 2 Guns á sínum snærum en hún verður frumsýnd þann 2. ágúst næstkomandi í kvikmyndahúsum vestanhafs.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira