Eigendur Porsche ánægðastir Finnur Thorlacius skrifar 21. júní 2013 12:45 Porsche 911 skoraði hátt J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
J.D. Power spurði 83.000 bíleigendur í Bandaríkjunum um ánægju þeirra af eigin bílum og reyndist Porsche merkið skora mjög hátt hjá þeim. Eigendur Porsche 911 bíla voru ánægðastir í sínum flokki og það sama átti við um eigendur Porsche Boxter bíla. Bæði Porsche Cayenne og Porsche Panamera náðu 3. sæti í sínum flokki. Hefur Porsche aldrei náð viðlíka árangri í þessari könnun, sem gerð er á hverju ári. Það voru 230 bílgerðir frá 33 bílaframleiðendum sem mældir voru í þessari könnun og aðeins eru eigendur nýrra bíla spurðir. Bíleigendurnir eru spurðir 230 mismunandi spurninga og því er víða komið við hvað gæði bílanna varðar.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent