Mercedes Benz S-Class Plug-in Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 10. júlí 2013 14:15 Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Mercedes Benz mun kynna nýja gerð S-Class bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessum bíl verður hægt að stinga í samband við hefðbundið heimilsrafmagn og hann getur komist fyrstu 25-30 kílómetrana aðeins á rafmagni. Eyðslutala bílsins verður að líkindum um 3,2 lítrar á hundraðið. Jafnvel er búist við því að mengunartalan verði lægri en í hinum nýja Porsche Panamera Plug-in Hybrid en hann skartar hinni lágu tölu 70 g/km af CO2. Það er reyndar lægri tala en sumar gerðir hins mun minni bíls Toyota Prius. Vélin í þessum nýja S-Class Benz verður 3,5 lítra V6 og gengur fyrir bensíni en rafhlöðurnar verða í botninum á farangursrýminu. Mercedes Benz hefur selt meira af Hybrid bílum en allir aðrir lúxusbílasalarnir samanlagt á síðasta ári svo þeir virðast kunna til verka á þessu sviði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent