Svona á ekki að fara í búðir Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 12:56 Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir! Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent
Fæstir eiga vafalaust von á búðargestum eins og þessum sem ók inní verslun eina í Ástralíu á mikilli ferð. Blessunarlega varð enginn fyrir bílnum en eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan er einmitt einn viðskiptavinur verslunarinnar nákvæmlega á þeim stað sem bílinn fer um 5 sekúndum áður. Einnig munar engu að bíllinn aki á aðra konu sem var nógu innarlega í búðinni og hörfar að auki. Fyrir vikið sleppur hún bæði við bílinn og hillusamstæðu sem kastast af bílnum. Samkvæmt heimildum var ökumaður bílsins í eldri kantinum og hafði víst brugðið mjög við aðfarir annars bílstjóra á nærliggjandi bílastæði. Hann brá þó öllu fleirum með viðbrögðum sínum, sem ekki eru til eftirbreytni. Svona á ekki að fara í búðir!
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent