Fiat eykur hlut sinn í Chrysler um 3,3% Finnur Thorlacius skrifar 9. júlí 2013 10:45 Sergio Marchionne forstjóri Fiat Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent
Enn eykur Fiat við eignarhald sitt á bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler og er það nú komið í 68,5%. Fiat, sem kom Chrysler tl hjálpar er fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots, hefur leyfi til þess að kaupa upp fimmtung í einu af eignarhaldi því í Chrysler sem sjúkrasjóður starfsfólks í bílaiðnaði á, á 6 mánaða fresti. Muni Fiat nýta sér þann rétt hverju sinni verður 20% eignahlutur sjóðsins alfarið kominn til Fiat árið 2016. Þessi hlutur nú er ekki ókeypis, því fyrir hann borgar Fiat 255 milljónir dollara, eða tæplega 32 milljarða króna. Fiat hefur eins og er ekki leyfi til að flytja fjármagn á milli Chrysler og Fiat, en ef áætlanir Fiat að eignast Chrysler að fullu ganga eftir, breytist það. Því er róið að því öllum árum hjá Sergio Marchionne, forstjóra Fiat, að kaupa upp Chrysler sem fyrst. Fiat tapaði 114 milljörðum króna á starfsemi sinni í Evrópu í fyrra á meðan Chrysler græddi 212 milljarða. Því eru áætlanir Marchionne skiljanlegar.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent