Hertz býður sportbílaúrval Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2013 10:06 Dodge SRT Viper er einn af þeim bílum sem bjóðast Bílaleigan Hertz á sér langa sögu þess að bjóða öfluga sportbíla til leigu, en strax árið 1966 var hægt að leigja Ford Mustang Shelby bíla hjá fyrirtækinu. Það er reyndar öllu meira úrval sem viðskiptavinir Hertz hafa haft undanfarið hjá sérstakri deild innan Hertz, sem nefnd er Dream Service. Þar hefur mátt leigja bíla af gerðinni Aston Martin V8 Vantage, Ferrari F430 Spider, Lamborghini Gallardo, Mercedes Benz C63 AMG, E63 AMG, SLS AMG, Nissan GT-R, Porsche 911, Boxter og Panamera. Þetta þótti Dream Service ekki nóg og hefur nú bætt við bílgerðunum Audi R8, Bentley Continental GT og Dodge SRT Viper, sem sést á myndinni. Það kostar upp undir 1.500 dollara á dag að leigja dýrustu bílana, eins og Lamborghini Gallardo. Öllu minna kostar að leigja Porsche Boxter, eða 395 dollara á dag, eða um 50.000 krónur. Ef smekkurinn hnígur að bílum eins og Audi R8 eða Aston Martin V8 Vantage þarf að reiða fram um 1.000 dollara fyrir daginn. Ekki má þó aka bílunum meira en 120 kílómetra á dag og hver kílómetri eftir það kostar hálfan til þrjá dollara, eftir bílgerð. Tryggingar fyrir ökumenn eru ekki innifaldar í þessu verði og ökumenn mega ekki fara með bílana á keppnisbrautir, en að öðru er ekki spurt og því má fullnýta hestöfl þeirra að vild. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Bílaleigan Hertz á sér langa sögu þess að bjóða öfluga sportbíla til leigu, en strax árið 1966 var hægt að leigja Ford Mustang Shelby bíla hjá fyrirtækinu. Það er reyndar öllu meira úrval sem viðskiptavinir Hertz hafa haft undanfarið hjá sérstakri deild innan Hertz, sem nefnd er Dream Service. Þar hefur mátt leigja bíla af gerðinni Aston Martin V8 Vantage, Ferrari F430 Spider, Lamborghini Gallardo, Mercedes Benz C63 AMG, E63 AMG, SLS AMG, Nissan GT-R, Porsche 911, Boxter og Panamera. Þetta þótti Dream Service ekki nóg og hefur nú bætt við bílgerðunum Audi R8, Bentley Continental GT og Dodge SRT Viper, sem sést á myndinni. Það kostar upp undir 1.500 dollara á dag að leigja dýrustu bílana, eins og Lamborghini Gallardo. Öllu minna kostar að leigja Porsche Boxter, eða 395 dollara á dag, eða um 50.000 krónur. Ef smekkurinn hnígur að bílum eins og Audi R8 eða Aston Martin V8 Vantage þarf að reiða fram um 1.000 dollara fyrir daginn. Ekki má þó aka bílunum meira en 120 kílómetra á dag og hver kílómetri eftir það kostar hálfan til þrjá dollara, eftir bílgerð. Tryggingar fyrir ökumenn eru ekki innifaldar í þessu verði og ökumenn mega ekki fara með bílana á keppnisbrautir, en að öðru er ekki spurt og því má fullnýta hestöfl þeirra að vild.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent