Kýr strunsar burt úr árekstri Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 13:15 Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
Vanalega fara bæði dýr og bílar illa úr árekstri þeirra á milli. Þessi kýr í Rússlandi virðist einkar sterkbyggð því eftir að fólksbíll ekur á hana og hún hendist uppá húdd hans og brýtur framrúðuna, rúllar hún af bílnum, veltist í götunni, en stendur upp og labbar af stað alveg óhölt. Hvar skyldi svo vera líklegast að mynd af slíku náist nema í Rússlandi þar sem flestir bílstjórar virðast hafa komið fyrir upptökuvélum á mælaborðinu. Árekstrar eru fæstir skondnir en þessi verður það ekki síst fyrir þá tilburði sem kýrin og tuddinn fyrir aftan hana aðhöfðust rétt fyrir áreksturinn. Af þessu öllu saman náðist hið skýrasta myndskeið, sem sést hér að ofan.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent