Sex ára drengur á þaki fjölskyldubílsins í 5 km Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2013 09:15 Frá þjóðvegi í Alaska Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent
Þegar sex ára drengur í Alaska klifraði uppá þak fjölskyldubílsins átti hann kannski ekki von á því að þar myndi hann dúsa á meðan bílnum var ekið 5 kílómetra leið. Þá missti hann takið á þakbogunum og féll í götuna. Ökumaður næsta bíls fyrir aftan sá drenginn detta af bílnum og tók hann uppí og ók að næstu bensínsstöð og hringdi jafnframt í lögregluna. Foreldrarnir tóku hvorki eftir því að drengurinn væri á þaki bílsins né heldur er hann féll af því. Bíllinn er hár til þaksins og því sást drengurinn ekki svo vel. Drengurinn meiddist furðu lítið við fallið er var þó nokkuð skrámaður, en óbrotinn. Lögreglan náði fljótlega í foreldrana sem sóttu furðu lostin drenginn á bensínstöðina. Að þeirra sögn er drengurinn mjög fjörugur og uppátækjasamur og hefur líklega oft áður klifrað uppá þak bílsins, en ekki fyrr með þessum endalokum. Hann mun væntanlega fækka ferðum sínum uppá bílinn á næstunni.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent