Fyrir 75 árum uppá dag setti þessi gufuaflslest nýtt hraðamet lesta í Englandi og náði 202 km hraða. Lestin var af gerðinni Mallard og þegar hún fór framhjá bænum Grantham í Lincolnskíri á fullum afköstum komst hún þriðja hundraðið fyrst allra lesta. Þætti það alls ekki lítill hraði fyrir lestir í dag, en margar þeirra fara reyndar mun hraðar í dag, en eru knúnar öðrum orkugjöfum.
Núverandi Amtrak lestirnar sem bruna eftir teinum Bandaríkjanna ná mest 240 km hraða, svo segja má að ekki hafi mikið áunnist í ferðahraða á þessum 75 árum sem liðin eru frá metinu sem sú gamla setti. Það eru helst lestir í Japan, Kína og á meginlandi Evrópu sem fara talsvert hraðar.
Gufuaflslest náði 202 km hraða fyrir 75 árum
