Langur Range Rover Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 10:05 Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður
Enn virðist ætla að bætast í bílgerðirnar hjá Range Rover og það nýjasta er lengri gerð stærsta bílsins. Af þessari mynd að dæma er hann tilbúinn til framleiðslu þó hann sjáist hér í örlitlum felubúningi. Þessi lengri gerð er 15 sentimetrum lengri en venjulegur Range Rover. Eins og flestir þeir sem framleiða lengri gerðir af bílum sínum mun Range Rover stefna honum á Asíumarkað og þá helst Kína. Einnig má búast við því að hann verði boðinn til sölu í Bandaríkjunum. Öll lenging bílsins verður milli B- og C-pósts bílsins og því ætti aftursætisrýmið að verða nokkuð ríflegt. Líklega mun hvorki skottrými né framsætisrými aukast við lenginguna.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður