Opel Insignia "Allroad“ Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2013 08:45 Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður. Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent
Opel ætlar að taka þátt í samkeppninni um kaupendur sem kjósa fólksbíla sem hæfir eru til utanvegaakstur, líkt og Audi Allroad bílarnir. Opel mun kynna Opel Insignia Country Tourer til sögunnar á bílasýningunni í Frankfurt í september. Þessi bíll mun standa hærra frá vegi en venjulegi Insignia bíllinn, vera fjórhjóladrifinn og fá öflugar vélar. Í boði verða 250 hestafla forþjöppudrifin 2,0 l. bensínvél, 163 og 195 hestafla 2,0 l. dísilvélar sem einnig verða með forþjöppu. Í útliti svipar þessi nýja Insignia til Audi Allroad bílanna, með áberandi brettaköntum, stærri dekkjum, tvöföldu pústkerfi og varnarhlífum bæði að framan og aftan sem taka eiga við grjótkasti við erfiðari aðstæður. Með þessu nýja útspili, sem og nýja jepplingnum Mokka er Opel greinilega að fikra sig meira inná markaðinn fyrir bíla sem geta glímt við ófærur, en Opel hefur ekki verið mikið þekkt fyrir slíka bíla áður.
Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent