Ók inní hóp áhorfenda Finnur Thorlacius skrifar 3. júlí 2013 11:30 Ökumaðurinn búinn að missa tök á bílnum Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent
Að minnsta kosti 17 manns eru slasaðir eftir að ökumaður Koenigsegg sportbíls ók inn í hóp áhorfenda í Gran Turismo Polonia ökukeppninni í Póllandi síðastliðna helgi. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi tekið skrikvörn bílsins af til að geta skrikað bílnum til hliðar í beygjum, en slíkt er afar óvarlegt á svo öflugum bíl sem þessi Koenisegg bíll er. Á meðal hinna slösuðu voru börn. Allir voru fluttir á spítala og eru 5 þeirra ennþá þar, enginn þeirra í lífshættu, en fjórir talsvert mikið slasaðir. Ökumaður bílsins er Norðmaður og hefur hann víst nokkra reynslu af keppnisakstri, en hætt er við að hann bæti ekki mikið við þá reynslu á næstunni. Gran Turismo Polonia keppnin er árlegur viðburður sem trekkir að hundruði öflugra keppnisbíla og marga áhorfendur.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent