Meira til einstaklinga en minna á bílaleigur Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 12:45 Toyota er söluhæsta bílamerkið sem fyrr en Hekla selur flesta bíla. Eftir fyrstu 25 vikur ársins, eða til 21. júní er sala nýrra bíla hérlendis alveg á pari við söluna í fyrra og munar aðeins 7 bílum. Heildarsala er 4.573 en var 4.580 í fyrra. Hinsvegar hefur sala bíla til einstaklinga aukist um 7,1%, er nú 2.050 en var 1.914 bílar í fyrra. Sala til bílaleiga er hinsvegar 5,4% minni, er nú 2.523, en var 2.666 bílar í fyrra. Er það í sjálfu sér undarlegt miðað við alla þau aukningu sem er í ferðamennsku nú á milli ára og gæti bent til að nokkuð af bílum séu ennþá óafgreiddir til bílaleiga fyrir sumarið. Sú aukning sem er á sölu bíla til einstaklinga, þó ekki mikil sé, sýnir jákvæða þróun og nýleg könnun þar sem mæld voru fjárfestingaráform almennings bendir til aukinnar bílasölu á næstunni. Því má búast við því að heildarsala ársins verði meiri í ár en í fyrra. Ef salan er framreiknuð til 52 vikna yrði hún 9.510 bílar, sem yrði þónokkur aukning frá fyrra ári, en slíkir framreikningar eru vafasamir. Toyota söluhæst bílamerkja Söluhæsta bílgerðin er Toyota með 775 selda bíla og 16,9% markaðshlutdeild. Volkswagen er í öðru sæti með 593 selda bíla og 13,0% hlutdeild, Skoda í því þriðja með 511 bíla og 11,2%, en bæði eru þau merki hjá Heklu. Fjórða bílamerkið er Chevrolet með 405 bíla og 8,9%, fimmta KIA 363 bíla og 7,9%, Suzuki sjötta með 326 bíla og 7,1%, Hyundai sjöunda með240 bíla og 5,2%, Nissan áttunda með 208 bíla og 4,5%, Ford níunda með 182 bíla og 4,0% og Honda tíunda með 174 bíla og 3,8%. Eitt merki enn hefur selst í meira en 100 eintökum, Mazda með 141 bíl. Merkin með milli 50 og 100 bíla sölu eru Renault, Mercedes Benz, Dacia, Audi og Subaru. Hekla með 28% markaðarins Þegar sala einstakra umboða eru skoðuð sést að Hekla er þeirra hæst með 1.186 bíla selda og 28,0% hluta bílamarkaðarins. Toyota kemur þar á eftir með 785 bíla og 17.1% hlutdeild. Þá er BL þar rétt á eftir með 760 bíla og 16,4% hlutdeild. Langt er í fjórða umboðið en Askja hefur selt 457 KIA og Mercedes Benz bíla og er hlutdeildin 10,0%. Þar á eftir kemur Brimborg með 415 selda bíla og 9,1%, Bílabúð Benna með 411 bíla og 9,0%, Suzuki með 326 bíla og 7,1% og áttunda söluhæsta umboðið er Bernhard með 196 bíla og 4,3% hlutdeild. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Eftir fyrstu 25 vikur ársins, eða til 21. júní er sala nýrra bíla hérlendis alveg á pari við söluna í fyrra og munar aðeins 7 bílum. Heildarsala er 4.573 en var 4.580 í fyrra. Hinsvegar hefur sala bíla til einstaklinga aukist um 7,1%, er nú 2.050 en var 1.914 bílar í fyrra. Sala til bílaleiga er hinsvegar 5,4% minni, er nú 2.523, en var 2.666 bílar í fyrra. Er það í sjálfu sér undarlegt miðað við alla þau aukningu sem er í ferðamennsku nú á milli ára og gæti bent til að nokkuð af bílum séu ennþá óafgreiddir til bílaleiga fyrir sumarið. Sú aukning sem er á sölu bíla til einstaklinga, þó ekki mikil sé, sýnir jákvæða þróun og nýleg könnun þar sem mæld voru fjárfestingaráform almennings bendir til aukinnar bílasölu á næstunni. Því má búast við því að heildarsala ársins verði meiri í ár en í fyrra. Ef salan er framreiknuð til 52 vikna yrði hún 9.510 bílar, sem yrði þónokkur aukning frá fyrra ári, en slíkir framreikningar eru vafasamir. Toyota söluhæst bílamerkja Söluhæsta bílgerðin er Toyota með 775 selda bíla og 16,9% markaðshlutdeild. Volkswagen er í öðru sæti með 593 selda bíla og 13,0% hlutdeild, Skoda í því þriðja með 511 bíla og 11,2%, en bæði eru þau merki hjá Heklu. Fjórða bílamerkið er Chevrolet með 405 bíla og 8,9%, fimmta KIA 363 bíla og 7,9%, Suzuki sjötta með 326 bíla og 7,1%, Hyundai sjöunda með240 bíla og 5,2%, Nissan áttunda með 208 bíla og 4,5%, Ford níunda með 182 bíla og 4,0% og Honda tíunda með 174 bíla og 3,8%. Eitt merki enn hefur selst í meira en 100 eintökum, Mazda með 141 bíl. Merkin með milli 50 og 100 bíla sölu eru Renault, Mercedes Benz, Dacia, Audi og Subaru. Hekla með 28% markaðarins Þegar sala einstakra umboða eru skoðuð sést að Hekla er þeirra hæst með 1.186 bíla selda og 28,0% hluta bílamarkaðarins. Toyota kemur þar á eftir með 785 bíla og 17.1% hlutdeild. Þá er BL þar rétt á eftir með 760 bíla og 16,4% hlutdeild. Langt er í fjórða umboðið en Askja hefur selt 457 KIA og Mercedes Benz bíla og er hlutdeildin 10,0%. Þar á eftir kemur Brimborg með 415 selda bíla og 9,1%, Bílabúð Benna með 411 bíla og 9,0%, Suzuki með 326 bíla og 7,1% og áttunda söluhæsta umboðið er Bernhard með 196 bíla og 4,3% hlutdeild.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent