Loeb rústaði Pikes Peak metinu Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2013 14:03 Peugeot bíll Loeb á leið upp fjallið Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Flestir áttu líklega von á því að rallmeistarinn Sebastian Loeb myndi bæta metið i Pikes Peak fjallaklifurakstrinum, en færri áttu kannski von á því að hann myndi bæta metið um meira en eina og hálfa mínútu. Það þýðir að hann bætti metið um meira en 15 prósent. Tími Loeb var 8:13,878 mínútur en fyrra metið var 9:46,164. Meðalhraði hans var 140,7 km/klst á þessari 20 km leið sem inniheldur um það bil 100 beygjur, sumar ansi krappar. Því hefur hraði hans á beinu köflunum verið feykilega mikill, enda 875 hestöfl til taks í Peugeot 208 T16 bílnum sem sérsmíðaður var til akstursins. Á næsta ári vonast margir til að Peugeot muni reyna að komast undir 8 mínútna múrinn með Loeb undir stýri, en gaman væri ef einhver annar bílaframleiðandi veitti Peugeot keppni þá.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent