BMW selur meira í Kína en Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 13. júlí 2013 13:45 Frá samsetningarverksmiðju BMW í Kína Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Þýski bílasmiðurinn BMW gerir ráð fyrir því að selja fleiri bíla í ár en í Bandaríkjunum og yrði það í fyrsta skipti. Í Kína búa 1,3 milljarður manna og yfir 100 borgir eru með meira en milljón íbúa, svo það er ekki nema vona að þar sé stór markaður og margir hverjir orðnir nýríkir þar eystra. BMW hefur aukið sölu sína í Kína um 16% og 25% aukning er í sölu 5-línu bíls BMW í Kína. BMW hefur fjölgað mjög útsölustöðum sínum að undanförnu í Kína og á það ef til vill stærstan þátt í þessari aukningu. Þrátt fyrir þetta ágæta gengi BMW í Kína selur BMW færri bíla þar en Audi og hefur söluvöxtur Audi í ár verið enn meiri en hjá BMW, eða 18%. Hefur Audi selt nú þegar 228.000 bíla en BMW 170.000, svo töluvert er í land að BMW nái Audi í sölu í Kína. Kínamarkaður er stærsti markaðurinn fyrir bíla Audi og fyrirtækið er með samsetningaverksmiðjur þar og hefur verið lengi.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent