Þýskar bílasölur mótmæla netsölu BMW á i3 Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2013 10:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3 er á leið á markað Það er ekki bara Tesla sem situr undir ámæli fyrir áætlanir um að selja bíla sína beint frá verksmiðjum sínum gegnum netið og með því sniðganga hefðbundnar bílasölur. BMW hefur uppi samskonar áform um nýja rafmagnsbíl sinn, BMW i3 og bílasölur sem selja BMW bíla í Þýskalandi eru ekki sérlega hrifnar af áformum BMW. Til heilmikilla mótmæla þeirra hefur komið og óttast bílasalarnir að þessi hugmynd BMW sé aðeins undanfari þess að öll sala fyrirtæksins muni færast á netið. Forsvarsmaður einnar bílasölunnar hefur gengið svo langt að hóta því að hætta sölu allra BMW bíla í Þýskalandi ef þessi áform BMW ganga eftir. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent
Það er ekki bara Tesla sem situr undir ámæli fyrir áætlanir um að selja bíla sína beint frá verksmiðjum sínum gegnum netið og með því sniðganga hefðbundnar bílasölur. BMW hefur uppi samskonar áform um nýja rafmagnsbíl sinn, BMW i3 og bílasölur sem selja BMW bíla í Þýskalandi eru ekki sérlega hrifnar af áformum BMW. Til heilmikilla mótmæla þeirra hefur komið og óttast bílasalarnir að þessi hugmynd BMW sé aðeins undanfari þess að öll sala fyrirtæksins muni færast á netið. Forsvarsmaður einnar bílasölunnar hefur gengið svo langt að hóta því að hætta sölu allra BMW bíla í Þýskalandi ef þessi áform BMW ganga eftir.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent