GM minnkar tapið í Evrópu um 3/4 Finnur Thorlacius skrifar 26. júlí 2013 08:45 Opel Mokka selst best allra Opel bíla Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs tapaði General Motors 48 milljörðum króna á sölu bíla sinna í Evrópu. Nú hefur tekist að minnka það tap niður í 13 milljarða króna. GM gengur hinsvegar ágætlega ef horft er til sölu í öllum heiminum sem drifin er áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið hagnast 14 ársfjórðunga í röð, allt frá því er komist var hjá gjaldþroti árið 2009 og hefur hagnaðurinn numið 2.300 milljörðum króna á þessum 14 ársfjórðungum. Enn er þó talsvert tap á rekstrinum í Evrópu og þegar fyrri helmingur ársins er tekinn saman er hann 34,5 milljarðar króna, en var 83,2 milljarðar í fyrra. Opel bílarnir Mokka, Adam og Cascada hafa selst vel það sem af er ári og á sala þeirra stóran þátt í þessu minnkandi tapi og gengi Vauxhall, sem selur sömu bíla undir öðru nafni hefur einnig gengið vel. Opel viðhélt sinni 6,8% markaðshlutdeild í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Ford tilkynnti einnig um minnkandi tap í Evrópu, en tapið á öðrum ársfjórðungi var nú 42 milljarðar króna en var 49 milljarðar í fyrra. Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent
Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs tapaði General Motors 48 milljörðum króna á sölu bíla sinna í Evrópu. Nú hefur tekist að minnka það tap niður í 13 milljarða króna. GM gengur hinsvegar ágætlega ef horft er til sölu í öllum heiminum sem drifin er áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið hagnast 14 ársfjórðunga í röð, allt frá því er komist var hjá gjaldþroti árið 2009 og hefur hagnaðurinn numið 2.300 milljörðum króna á þessum 14 ársfjórðungum. Enn er þó talsvert tap á rekstrinum í Evrópu og þegar fyrri helmingur ársins er tekinn saman er hann 34,5 milljarðar króna, en var 83,2 milljarðar í fyrra. Opel bílarnir Mokka, Adam og Cascada hafa selst vel það sem af er ári og á sala þeirra stóran þátt í þessu minnkandi tapi og gengi Vauxhall, sem selur sömu bíla undir öðru nafni hefur einnig gengið vel. Opel viðhélt sinni 6,8% markaðshlutdeild í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Ford tilkynnti einnig um minnkandi tap í Evrópu, en tapið á öðrum ársfjórðungi var nú 42 milljarðar króna en var 49 milljarðar í fyrra.
Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent