Benz vinsælastur hjá bílþjófum vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 10:45 Mercedes Benz C-Class Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Mercedes Benz bílar eru draumur margra og fyrir bílþjófa tekur því eiginlega ekki að stela ódýrum og síður vinsælum bílum. Þeirra vinsælastur meðal þjófa er Mercedes Benz C-Class og alvinsælast er að stela þeim bíl í New York borg. Eingöngu þar hefur 485 slíkum bílum verið stolið milli áranna 2009 og 2012. E-Class og S-Class bílar Mercedes Benz ná reyndar báðir inná topp 10 lista þeirra bílgerða sem vinsælastir eru meðal bílþjófa. Í öðru sæti á listanum er BMW 3-línan og Infinity G-línan, sem er lúxusbíll frá Nissan. Í Los Angeles og Miami verða einnig margir bílþjófnaðir og eru þær borgir í öðru og þriðja sæti bandarískra borga. Þó öllum þessum bílum sé stolið má hugga sig við það að 84% þeirra nást aftur úr höndum þjófanna og ef Cadillac CTS er stolið eru 91% líkur til þess að hann skili sér aftur til eigenda sinna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent