Suzuki hugmyndajeppi Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Suzuki gefur með þessari mynd ekki upp mikið um endanlegt útlit Hugmyndajeppi frá Suzuki Hugmyndabíllinn iV-4 frá Suzuki verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Þessi litli jeppi gefur góða hugmynd um hvernig nýr framleiðslujeppi mun líta út sem Suzuki setur á markað á næstunni. Bílasýningin í Frankfurt verður haldin dagana 10. til 22. september í 65. sinn. Auk iV-4 mun Suzuki sýna fjölmarga aðra bíla, þar á meðal nýjan SX4 S-Cross. Nýi jeppinn er hannaður undir kjörorðinu „Grab your field“. Hann býr yfir sterklegum útlitsatriðum jeppa en er um leið persónuleg nálgun Suzuki við sköpun á litlum borgarjeppa. Hann fær ákveðin hönnunaratriði í arf frá öðrum Suzuki jeppum, eins og formhönnun á vélarhlíf og vatnskassahlíf, en heildaryfirbragð bílsins ber með sér nútímaleika og nýjungar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Hugmyndajeppi frá Suzuki Hugmyndabíllinn iV-4 frá Suzuki verður frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september næstkomandi. Þessi litli jeppi gefur góða hugmynd um hvernig nýr framleiðslujeppi mun líta út sem Suzuki setur á markað á næstunni. Bílasýningin í Frankfurt verður haldin dagana 10. til 22. september í 65. sinn. Auk iV-4 mun Suzuki sýna fjölmarga aðra bíla, þar á meðal nýjan SX4 S-Cross. Nýi jeppinn er hannaður undir kjörorðinu „Grab your field“. Hann býr yfir sterklegum útlitsatriðum jeppa en er um leið persónuleg nálgun Suzuki við sköpun á litlum borgarjeppa. Hann fær ákveðin hönnunaratriði í arf frá öðrum Suzuki jeppum, eins og formhönnun á vélarhlíf og vatnskassahlíf, en heildaryfirbragð bílsins ber með sér nútímaleika og nýjungar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent