Sleppa ótrúlega úr aurskriðu Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2013 10:30 Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Það má teljast með nokkrum ólíkindum að bæði gangandi vegfarandi og fjórir farþegar bílsins, sem hér sjást lenda undir gríðarmikilli aurskriðu í Kína, skuli hafa sloppið lifandi. Gerðist þetta í borginni Yan´an í Kína á dögunum í úrhellis rigningu sem kom skriðunni af stað. Bíllinn er beint undir skriðunni er hún fellur úr brattri hlíð en á myndskeiðinu sést hvar tveir farþega bílsins stökkva út úr bílnum strax eftir skriðuna, sá þriðji staulast út örskömmu síðar og þeir þrír björguðu þeim fjórða úr bílnum. Bíllinn er gerónýtur eftir. Skriðan féll í kjölfar 80 mm rigningarmagns á aðeins tveimur klukkutímum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent