Smart Fortwo fyrir 16.400 kr. á mánuði Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2013 09:15 Smart Fortwo Elecrtic Drive tekur aðeins tvo í sæti Það er ekki dýrt að leigja hinn smáa rafmagnsbíl Smart Fortwo Elecrtic Drive í Bandaríkjunum en Smart býður nú 139 dollara leiguverð á mánuði, eða 16.400 krónur. Er leigan á rafhlöðum bílsins innifalin. Leigan er til 3 ára og ekki má aka bílnum lengra en 48.300 km á tímabílinu, en það gerir 16.100 km á ári og ætti að duga flestum. Þetta leiguverð er jafnt því verði sem leigutakar þurfa að greiða fyrir venjulegan Smart Fortwo bíl, sem þó er talsvert ódýrari í framleiðslu en rafmagnsútgáfa hans. Smart býður að auki þeim bílasölum sem leigja út bílinn 2.000 dollara greiðslu fyrir hvern bíl sem þeir geta ráðstafað að vild, til auglýsinga eða til enn meiri lækkunar á leigu- eða kaupverði. Er þessi aðgerð Smart, sem er í eigu Daimler Benz, til marks um þá tilhneigingu þeirra bílaframleiðenda sem framleiða rafmagnsbíla að lækka þá hressilega þessa dagana til að fjölga þeim verulega á götunum. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent
Það er ekki dýrt að leigja hinn smáa rafmagnsbíl Smart Fortwo Elecrtic Drive í Bandaríkjunum en Smart býður nú 139 dollara leiguverð á mánuði, eða 16.400 krónur. Er leigan á rafhlöðum bílsins innifalin. Leigan er til 3 ára og ekki má aka bílnum lengra en 48.300 km á tímabílinu, en það gerir 16.100 km á ári og ætti að duga flestum. Þetta leiguverð er jafnt því verði sem leigutakar þurfa að greiða fyrir venjulegan Smart Fortwo bíl, sem þó er talsvert ódýrari í framleiðslu en rafmagnsútgáfa hans. Smart býður að auki þeim bílasölum sem leigja út bílinn 2.000 dollara greiðslu fyrir hvern bíl sem þeir geta ráðstafað að vild, til auglýsinga eða til enn meiri lækkunar á leigu- eða kaupverði. Er þessi aðgerð Smart, sem er í eigu Daimler Benz, til marks um þá tilhneigingu þeirra bílaframleiðenda sem framleiða rafmagnsbíla að lækka þá hressilega þessa dagana til að fjölga þeim verulega á götunum.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent