Hraðamyndavél sektar 987 ökumenn á klukkutíma Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2013 08:45 Mörgum ökumanninum finnst hraðamyndavélar vera fjársöfnun hins opinbera Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Hraðamyndavél ein í áströlskum vegi rétt fyrir framan veggöng myndaði 987 ökumenn aka á yfir 40 kílómetra hraða og sektaði ökumenn frá 289 Ástralídollurum uppí 1.660 slíka. Ef meðaltalssektin liggur þar á milli hafa sektirnar numið 961 þúsund dollurum. Vegna vegaframkvæmda hafði leyfilegur hraði verið lækkaður úr 60 í 40 tímabundið. Á þessu áttuðu ökumenn sig ekki og líklega hafa því allir ökumenn þennan klukutíma verið sektaðir. Þessi sektasúpa olli heilmikilli umræðu sem endaði með því að sektirnar hafa allar verið dregnar til baka og punktarnir sem ökumennirnir fengu í skrár sínar voru einnig felldir niður. Ástralska vegaeftirlitið vill meina að ekkert hafi verið að sektarmyndavélinni, en engu að síður viðurkennt að merkingum hafi verið ábótavant og því dregið allt til baka vegna þess þrýstings sem þessi uppákoma olli.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent