Rafmagnsstrætó án hleðslustöðva Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 10:18 Það er næsta óhugsandi að ökutæki geti ekið endalaust og þurfi aldrei að stoppa til að hlaða orku, hvort sem það er í formi rafmagns eða jarðefnaeldsneytis. Það er samt raunin með þessa strætisvagna í borginni Gumi í S-Kóreu. Vagnarnir fá raforku þráðlaust úr götunum sem þeir fara um, en undir yfirborði þeirra leynast þræðir sem þeir hlaða raforku úr. Rafgeymar vagnanna eru þrisvar sinnum minni en í hefðbundnum rafmagnsstrætóum, en þeir þurfa ekki að vera stærri þar sem þeir eru hlaðnir jafnóðum og af þeim tæmist. Vagnarnir hafa 17 cm veghæð, sem er hentugt fyrir hleðslu þeirra og þeir nýta 85% þeirrar orku sem þeir hlaða frá veginum. Hleðslutæknin sem strætóarnir nýtast við er orðin tveggja ára gömul og var fyrst notuð í vagna sem óku um dýragarð og skemmtigarð í Seul í S-Kóreu en hugmyndir eru uppi um að setja upp svona kerfi í nokkrum borgum í landinu á næstu árum. Einn kostur þessarar tækni er að ekki þarf að leggja samfelldar hleðslulínur í göturnar sem strætóarnir fara um, nóg er að leggja þær á hluta þeirra og þær gefa ekki rafmagn nema strætóarnir fari yfir þá. Svona kerfi verða einnig sett upp á flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu og í borginni Park City í Utah fylki í Bandaríkjunum. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent
Það er næsta óhugsandi að ökutæki geti ekið endalaust og þurfi aldrei að stoppa til að hlaða orku, hvort sem það er í formi rafmagns eða jarðefnaeldsneytis. Það er samt raunin með þessa strætisvagna í borginni Gumi í S-Kóreu. Vagnarnir fá raforku þráðlaust úr götunum sem þeir fara um, en undir yfirborði þeirra leynast þræðir sem þeir hlaða raforku úr. Rafgeymar vagnanna eru þrisvar sinnum minni en í hefðbundnum rafmagnsstrætóum, en þeir þurfa ekki að vera stærri þar sem þeir eru hlaðnir jafnóðum og af þeim tæmist. Vagnarnir hafa 17 cm veghæð, sem er hentugt fyrir hleðslu þeirra og þeir nýta 85% þeirrar orku sem þeir hlaða frá veginum. Hleðslutæknin sem strætóarnir nýtast við er orðin tveggja ára gömul og var fyrst notuð í vagna sem óku um dýragarð og skemmtigarð í Seul í S-Kóreu en hugmyndir eru uppi um að setja upp svona kerfi í nokkrum borgum í landinu á næstu árum. Einn kostur þessarar tækni er að ekki þarf að leggja samfelldar hleðslulínur í göturnar sem strætóarnir fara um, nóg er að leggja þær á hluta þeirra og þær gefa ekki rafmagn nema strætóarnir fari yfir þá. Svona kerfi verða einnig sett upp á flugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu og í borginni Park City í Utah fylki í Bandaríkjunum.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent