Löður opnar tvær nýjar snertilausar þvottastöðvar 6. ágúst 2013 13:45 Snertilaus þvottastöð Löðurs við Grjótháls Löður hefur opnað tvær nýjar snertilausar og sjálfvirkar bílaþvottastöðvar og rekur fyrirtækið nú alls sex þvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Nýju stöðvarnar eru á Vesturlandsvegi við Grjótháls 8 og Hagasmára 9 við Smáralind.,,Snertilausar stöðvar fara betur með lakk bifreiða en aðrar stöðvar þar sem þvotturinn er algjörlega snertilaus við lakkið. Að þvo bifreið með þvottakústum eða tuskum getur alltaf myndað hárfínar rispur á viðkvæmt lakk sem gerir það matt á lengri tíma. Snertilausar stöðvar eru því ákjósanlegur kostur fyrir bifreiðar með gott lakk sem fá reglulegan þvott en síðri kostur fyrir bifreiðar sem hafa ekki verið þrifnar mjög lengi. Betra er að fara með slíkar bifreiðar á bónstöð eða svampburstastöðina á Fiskislóð,“ segir Guðmundur Ingi Hauksson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Löðurs en fyrirtækið hefur einnig unnið að því að undanförnu að gera miklar úrbætur á eldri stöðvum þess.Löður er í samstarfi við Skeljung með þessar tvær nýju snertilausu stöðvar. Guðmundur Ingi segir að þær séu afar fullkomnar og boðið verði upp á fyrsta flokks þvottaefni, sápur og bónefni. ,,Það er flókinn tölvubúnaður sem fylgir snertulausu þvottstöðvum Löðurs. Tölvustýrðir róbótar sjá um að þvo, bóna og þurrka bílinn. Þetta er samsetning af flóknum tölvubúnaði og efnasamsetningu. Löður er umboðsaðili fyrir PDQ sem er stærsti framleiðandi á bílaþvottastöðvum í heimi en nýju stöðvarnar tvær eru í nýrri línu af þvottastöðvum frá PDQ,“ segir hann.Guðmundur Ingi segir bætir við að Löður leggi mikla áherslu á að vera umhverfisvænt fyrirtæki og það er m.a. með nýtt og umhverfisvænt leysiefni sem kemur í staðinn fyrir tjöruhreinsi. ,,Efnið leysist að fullu upp í náttúrunni og skilur ekkert eftir sig. Okkur er annt um umhverfisþáttinn og það má benda á að það eyðist fjórum sinnum meira vatn á því að þvo bílinn á þvottaplani heldur en að aka honum í gegnum snertilausa þvottastöð.“Tölvustýrð vélmenni sjá um þvottinn Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Löður hefur opnað tvær nýjar snertilausar og sjálfvirkar bílaþvottastöðvar og rekur fyrirtækið nú alls sex þvottastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Nýju stöðvarnar eru á Vesturlandsvegi við Grjótháls 8 og Hagasmára 9 við Smáralind.,,Snertilausar stöðvar fara betur með lakk bifreiða en aðrar stöðvar þar sem þvotturinn er algjörlega snertilaus við lakkið. Að þvo bifreið með þvottakústum eða tuskum getur alltaf myndað hárfínar rispur á viðkvæmt lakk sem gerir það matt á lengri tíma. Snertilausar stöðvar eru því ákjósanlegur kostur fyrir bifreiðar með gott lakk sem fá reglulegan þvott en síðri kostur fyrir bifreiðar sem hafa ekki verið þrifnar mjög lengi. Betra er að fara með slíkar bifreiðar á bónstöð eða svampburstastöðina á Fiskislóð,“ segir Guðmundur Ingi Hauksson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Löðurs en fyrirtækið hefur einnig unnið að því að undanförnu að gera miklar úrbætur á eldri stöðvum þess.Löður er í samstarfi við Skeljung með þessar tvær nýju snertilausu stöðvar. Guðmundur Ingi segir að þær séu afar fullkomnar og boðið verði upp á fyrsta flokks þvottaefni, sápur og bónefni. ,,Það er flókinn tölvubúnaður sem fylgir snertulausu þvottstöðvum Löðurs. Tölvustýrðir róbótar sjá um að þvo, bóna og þurrka bílinn. Þetta er samsetning af flóknum tölvubúnaði og efnasamsetningu. Löður er umboðsaðili fyrir PDQ sem er stærsti framleiðandi á bílaþvottastöðvum í heimi en nýju stöðvarnar tvær eru í nýrri línu af þvottastöðvum frá PDQ,“ segir hann.Guðmundur Ingi segir bætir við að Löður leggi mikla áherslu á að vera umhverfisvænt fyrirtæki og það er m.a. með nýtt og umhverfisvænt leysiefni sem kemur í staðinn fyrir tjöruhreinsi. ,,Efnið leysist að fullu upp í náttúrunni og skilur ekkert eftir sig. Okkur er annt um umhverfisþáttinn og það má benda á að það eyðist fjórum sinnum meira vatn á því að þvo bílinn á þvottaplani heldur en að aka honum í gegnum snertilausa þvottastöð.“Tölvustýrð vélmenni sjá um þvottinn
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent