Jaguar sýnir jeppling í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 2. ágúst 2013 08:45 Hinn laglegasti jepplingur frá Jaguar Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent
Í viðleitni sinni við að hækka verulega sölutölur sínar eru starfsmenn Jaguar nú sveittir við smíði jepplings sem meiningin er að sýna fyrst almenningi á bílasýningunni í Frankfurt í september. Fréttir herma að hann muni fá nafnið XQ. Hver tekur ekki þátt í hinum sívaxandi jepplingamarkaði nú? Bíllinn verður fjórhjóladrifinn en samt byggður á sama undirvagni og hinn nýi Jaguar XS fólksbíll sem einnig er í smíðum. Flestir hefðu nú búist við því að jepplingurinn fengi undirvagn frá Land Rover, sem er í eigu sama aðila. Jaguar XS fólksbíllinn, sem yrði minnsti bíll Jaguar er væntanlegur á markað árið 2015, en XQ jepplingurinn árið eftir. QX jepplingurinn verður að miklu leiti smíðaður úr áli og á að verða ógnarléttur. Líklega fær hann 240 hestafla 2,0 lítra bensínvél í grunngerð, 2,2 lítra dísilvél og vafalaust verður einnig í boði 3,0 lítra og sex strokka mjög öflug vél með keflablásara.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent