Draumur á hjólum Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 08:45 Tvær perlur Reynsluakstur – Audi A6 AllroadNokkrir bílar falla á milli þess að vera fólksbílar eða jeppar án þess að teljast jepplingar. Einn þessara fáu bíla er Audi A6 Allroad, en Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback falla einnig í þann ágæta flokk. Þessi gerð bíla hefur þann kost umfram margan jepplinginn að akstureiginleikarnir eru eins og í fólksbíl, en samt eru þeir færir um að fara um vegleysur vegna góðrar veghæðar og fjórhjóladrifs og því mjög hentugir á Íslandi. Auk þess eru þeir stórir langbakar sem rúma farþega og farangur vel. Ef til vill má furðulegt teljast að þessir bílar hafi ekki selst í meira mæli hér á landi. Verð þeirra er líklega mesta hindrunin, en tveir þeirra falla í lúxusbílaflokk, en Subaru Outback er á verði sambærilegu flestum jepplingum. Oftast vænu verði fylgja oft mikil gæði og það á sannarlega við í tilfelli Audi A6 Allroad. Þar er á ferð sannkallaður lúxus á hjólum og gæðin blasa allsstaðar við.Mikið afl og tog í aflminnstu vélinniAudi A6 Allroad er seldur hér á landi eingöngu með dísilvélum af þremur gerðum, þó þær allar hafi 3,0 lítra sprengirými og séu allar með forþjöppu. Afl þeirra telur í 204, 245 og 313 hestöflum og var sú aflminnsta reynd að þessu sinni. Talsverðu munar í verði á því með hvaða vél bíllinn er búinn og helgast það mest af í hvaða vörugjaldsflokki þeir falla, en einnig þeim búnaði sem fylgir. Greinarritari hefur prófað allar þessar vélar og hrifist mikið af þeim öllum. Þrátt fyrir að reynsluakstursbíllinn hafi verið með minnstu vélinni, er hún sko enginn aumingi. Með henni er þessi stóri bíll aðeins 7,5 sekúndur í hundraðið og því jafn snöggur og sportbíllinn Toyota GT-86. Með 245 hestafla vélinni er hann 6,6 sekúndur og með þeirri öflugustu 5,6 sekúndur og er sá bíll alger raketta. Eyðsla með minnstu vélinni er sérlega lág, eða 6,1 lítrar í blönduðum akstri og eyðslan eykst tiltölulega lítið þó aflmeiri vélarnar verði fyrir valinu. Í reynsluakstri, sem aðallega fór fram innan höfuðborgarsvæðinu, var eyðsla bílsins rátt um 7 lítrar á hundraði og er það á pari við uppgefna eyðslu við slíkar aðstæður. Við spræka vélina er tengd 7 gíra S-tronic sjálfskipting og virkni hennar nýtir að fullu afl vélarinnar og tryggir í leiðinni lága eyðslu. Alveg frábær skipting þar, en samt má gagnrýna það forþjöppuhik sem verður ef bíllinn er skyndilega botnaður. Á slíkt reyndar við um flesta forþjöppubíla.Ljúfur akstursbíll og frábær í erfiðri færðAksturseiginleikar Audi bíla almennt eru til fyrirmyndar og þar er þessi bíll engin undantekning. Bíllinn er, eins og nafn hans gefur til kynna, svo til sami bíll og hinn rómaði akstursbíll Audi A6. Helsti munurinn á hefðbundnum A6 er að Allroad er með hækkanlega loftpúðafjöðrun og er það í valdi bílstjórans að hækka og lækka bílinn eftir aðstæðum, en ef hratt er farið og bíllinn í hárri stöðu, lækkar hann sig sjálfur. Audi Allroad verður býsna vígalegur þegar hann er hækkaður í sína hæstu stöðu, en þá eru 20 cm undir lægsta punkt hans og eru fáir jepplingar hærri. Hinsvegar er kosturinn við akstur Audi Allroad sá að hann hegðar sér eins og besti sportbíll á vegi og hallar sér nær ekkert í beygjum þó hratt sé farið. Það leika fáir jepplinganna eftir. Fjöðrun bílsins fer einstaklega vel með farþega og bíllinn tekur hraðahindranir bæjarins í forrétt eins og hann hlakki til næstu áskorunar. Geta Allroad í torfærum er svo annar kostur þessa bíls og hefur verið allt frá því Allroad var fyrst kynntur til sögunnar árið 2000. Fræbært fjórhjóladrif Audi á þar mestan hlut í máli og bíllinn tekur ávallt mest á því hjóli þar sem veggripið er mest og frægt er hversu mikla yfirburði þessi bíll hefur framyfir marga aðra fjórhjóladrifna bíla í klifri og er snjóþakið undirlag er bara vinur þessa bíls. Það gerir þennan bíl ásamt öðrum kostum hans að draumabíl Íslendingsins, það er þeirra sem efni hafa á honum.Mikil fjölhæfni og glæsilegt útlitFáir deila um glæst útlit þessa bíls og það á einnig við innanrými hans. Innréttingar Audi bíla eru sem viðmið annarra bílaframleiðenda og allir þeir sem stíga inn í þennan bíl súpa hveljur yfir glæsileika hans. Allar gerðir bílsins koma með leðurinnréttingu með rafstilltum framsætum. Þegar bílnum er startað sprettur upp flottur aðgerðaskjár þar sem stilla má flest í bílnum og er þar af mörgu að taka. Staðalbúnaður bílsins er eftirtektarverður og fá kaupendur vissulega mikið fyrir peninginn þar. Engu að síður má bæta ýmsu við þennan bíl og kemur þar að einu helsta umkvörtunarefni þeirra sem kaupa Audi bíla almennt, þ.e. að allir aukahlutir eru fremur dýrir. Audi Allroad er þó svo vel búinn bíll að engin sérstök ástæða er til að bæta mikið við lúxusinn, en þeir sem efni hafa á hafa hinsvegar um mikið að velja og geta til að mynda keypt 1.590.000 króna Bang & Olufsen hljóðkerfi sem er 1.200 wött! Audi Allroad er og hefur alltaf verið frábær bíll sem margur jeppaeigandinn ætti að skoða því í honum fást bæði góðir torfærueiginleikar en í leiðinni akstureiginleikar besta fólksbíls, án þess að vera dýrari en flestir jeppar. Audi Allroad sameinar allt það besta sem bíleigendur dreyma um og er líklega fjölhæfasti bíll sem nokkur Íslendingur getur hugsað sér.Kostir: Akstureiginleikar, torfærugeta, lúxusinnrétting, lítil eyðslaÓkostir: Forþjöppuhik, dýr aukabúnaður3,0 l. dísil, 204 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 159 g/km CO2Hröðun: 7,5 sek.Hámarkshraði: 223 km/klstVerð: 11.840.000 kr.Umboð: HeklaAudi bílar ávallt fallegir að innanUpplýsingaskjárinn sprettur uppúr mælaborðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent
Reynsluakstur – Audi A6 AllroadNokkrir bílar falla á milli þess að vera fólksbílar eða jeppar án þess að teljast jepplingar. Einn þessara fáu bíla er Audi A6 Allroad, en Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback falla einnig í þann ágæta flokk. Þessi gerð bíla hefur þann kost umfram margan jepplinginn að akstureiginleikarnir eru eins og í fólksbíl, en samt eru þeir færir um að fara um vegleysur vegna góðrar veghæðar og fjórhjóladrifs og því mjög hentugir á Íslandi. Auk þess eru þeir stórir langbakar sem rúma farþega og farangur vel. Ef til vill má furðulegt teljast að þessir bílar hafi ekki selst í meira mæli hér á landi. Verð þeirra er líklega mesta hindrunin, en tveir þeirra falla í lúxusbílaflokk, en Subaru Outback er á verði sambærilegu flestum jepplingum. Oftast vænu verði fylgja oft mikil gæði og það á sannarlega við í tilfelli Audi A6 Allroad. Þar er á ferð sannkallaður lúxus á hjólum og gæðin blasa allsstaðar við.Mikið afl og tog í aflminnstu vélinniAudi A6 Allroad er seldur hér á landi eingöngu með dísilvélum af þremur gerðum, þó þær allar hafi 3,0 lítra sprengirými og séu allar með forþjöppu. Afl þeirra telur í 204, 245 og 313 hestöflum og var sú aflminnsta reynd að þessu sinni. Talsverðu munar í verði á því með hvaða vél bíllinn er búinn og helgast það mest af í hvaða vörugjaldsflokki þeir falla, en einnig þeim búnaði sem fylgir. Greinarritari hefur prófað allar þessar vélar og hrifist mikið af þeim öllum. Þrátt fyrir að reynsluakstursbíllinn hafi verið með minnstu vélinni, er hún sko enginn aumingi. Með henni er þessi stóri bíll aðeins 7,5 sekúndur í hundraðið og því jafn snöggur og sportbíllinn Toyota GT-86. Með 245 hestafla vélinni er hann 6,6 sekúndur og með þeirri öflugustu 5,6 sekúndur og er sá bíll alger raketta. Eyðsla með minnstu vélinni er sérlega lág, eða 6,1 lítrar í blönduðum akstri og eyðslan eykst tiltölulega lítið þó aflmeiri vélarnar verði fyrir valinu. Í reynsluakstri, sem aðallega fór fram innan höfuðborgarsvæðinu, var eyðsla bílsins rátt um 7 lítrar á hundraði og er það á pari við uppgefna eyðslu við slíkar aðstæður. Við spræka vélina er tengd 7 gíra S-tronic sjálfskipting og virkni hennar nýtir að fullu afl vélarinnar og tryggir í leiðinni lága eyðslu. Alveg frábær skipting þar, en samt má gagnrýna það forþjöppuhik sem verður ef bíllinn er skyndilega botnaður. Á slíkt reyndar við um flesta forþjöppubíla.Ljúfur akstursbíll og frábær í erfiðri færðAksturseiginleikar Audi bíla almennt eru til fyrirmyndar og þar er þessi bíll engin undantekning. Bíllinn er, eins og nafn hans gefur til kynna, svo til sami bíll og hinn rómaði akstursbíll Audi A6. Helsti munurinn á hefðbundnum A6 er að Allroad er með hækkanlega loftpúðafjöðrun og er það í valdi bílstjórans að hækka og lækka bílinn eftir aðstæðum, en ef hratt er farið og bíllinn í hárri stöðu, lækkar hann sig sjálfur. Audi Allroad verður býsna vígalegur þegar hann er hækkaður í sína hæstu stöðu, en þá eru 20 cm undir lægsta punkt hans og eru fáir jepplingar hærri. Hinsvegar er kosturinn við akstur Audi Allroad sá að hann hegðar sér eins og besti sportbíll á vegi og hallar sér nær ekkert í beygjum þó hratt sé farið. Það leika fáir jepplinganna eftir. Fjöðrun bílsins fer einstaklega vel með farþega og bíllinn tekur hraðahindranir bæjarins í forrétt eins og hann hlakki til næstu áskorunar. Geta Allroad í torfærum er svo annar kostur þessa bíls og hefur verið allt frá því Allroad var fyrst kynntur til sögunnar árið 2000. Fræbært fjórhjóladrif Audi á þar mestan hlut í máli og bíllinn tekur ávallt mest á því hjóli þar sem veggripið er mest og frægt er hversu mikla yfirburði þessi bíll hefur framyfir marga aðra fjórhjóladrifna bíla í klifri og er snjóþakið undirlag er bara vinur þessa bíls. Það gerir þennan bíl ásamt öðrum kostum hans að draumabíl Íslendingsins, það er þeirra sem efni hafa á honum.Mikil fjölhæfni og glæsilegt útlitFáir deila um glæst útlit þessa bíls og það á einnig við innanrými hans. Innréttingar Audi bíla eru sem viðmið annarra bílaframleiðenda og allir þeir sem stíga inn í þennan bíl súpa hveljur yfir glæsileika hans. Allar gerðir bílsins koma með leðurinnréttingu með rafstilltum framsætum. Þegar bílnum er startað sprettur upp flottur aðgerðaskjár þar sem stilla má flest í bílnum og er þar af mörgu að taka. Staðalbúnaður bílsins er eftirtektarverður og fá kaupendur vissulega mikið fyrir peninginn þar. Engu að síður má bæta ýmsu við þennan bíl og kemur þar að einu helsta umkvörtunarefni þeirra sem kaupa Audi bíla almennt, þ.e. að allir aukahlutir eru fremur dýrir. Audi Allroad er þó svo vel búinn bíll að engin sérstök ástæða er til að bæta mikið við lúxusinn, en þeir sem efni hafa á hafa hinsvegar um mikið að velja og geta til að mynda keypt 1.590.000 króna Bang & Olufsen hljóðkerfi sem er 1.200 wött! Audi Allroad er og hefur alltaf verið frábær bíll sem margur jeppaeigandinn ætti að skoða því í honum fást bæði góðir torfærueiginleikar en í leiðinni akstureiginleikar besta fólksbíls, án þess að vera dýrari en flestir jeppar. Audi Allroad sameinar allt það besta sem bíleigendur dreyma um og er líklega fjölhæfasti bíll sem nokkur Íslendingur getur hugsað sér.Kostir: Akstureiginleikar, torfærugeta, lúxusinnrétting, lítil eyðslaÓkostir: Forþjöppuhik, dýr aukabúnaður3,0 l. dísil, 204 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 6,1 l./100 km í bl. akstriMengun: 159 g/km CO2Hröðun: 7,5 sek.Hámarkshraði: 223 km/klstVerð: 11.840.000 kr.Umboð: HeklaAudi bílar ávallt fallegir að innanUpplýsingaskjárinn sprettur uppúr mælaborðinu
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent