Neitun Jim Carrey sögð milljarða virði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 16:31 Réttsælis frá vinstri: Leikarinn Jim Carrey, leikstjórinn Jeff Wadlow og myndasöguhöfundurinn Mark Millar. samsett mynd Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“ Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira