105 ára og ekur daglega Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 10:15 Glaðbeitt sú 105 ára og til í næsta ökutúr Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Þeir gerast vart eldri ökumennirnir en hún Edythe Kirchmaier sem býr á Kaliforníu. Hún er orðin 105 ára en ekur samt bíl sínum á hverjum degi við störf sín við mannúðarmál. Edythe hefur ekið bíl í 86 ár og lærði á Ford Model T á sínum tíma. Það eru ekki margir núlifandi sem ekið hafa Ford Model T og hvað þá lært á slíkum bíl. Edythe átti gamlan bíl af árgerð 1997 og hann var farinn að bila mikið. Einhver góðhjartaður sem þekkti til starfa gömlu konunnar ákvað hinsvegar fyrir stuttu að gefa henni glænýjan Honda Civic bíl sem hún nú ekur um allar koppagrundir á hverjum degi í sólinni í Kaliforníu. Með því vildi hinn sami tryggja að hún ynni áfram sín góðu störf, en hann vildi ómögulega að nafns síns yrði getið. Edythe fór nýlega í gegnum endurnýjun á ökuprófi sínu og stóðst allar kröfur sem gerðar eru.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent