Verkföll hjá Toyota, BMW og GM í S-Afríku Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2013 11:15 Samsetningarverksmiðja BMW í S-Afríku Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn. Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent
Það er víðar en hjá Hyundai og Kia í S-Kóreu sem verkamenn í bílasamsetningarverksmiðjum fara í verkfall þessa dagana. Í S-Afríku eru margar bílaverksmiðjur og margir af stærri bílaframleiðendum heims hafa komið sér þar fyrir. Þar eru verkamenn ekki alltof sáttir við þau laun sem þessir bílaframleiðendur eru að borga þeim fyrir að setja saman bíla þeirra. Í gær var þriðju dagurinn í röð sem verkamenn hjá verksmiðjum Toyota, BMW og GM höfðu lagt niður störf. Alls eru reyndar 30.000 verkmenn í bílaverksmiðjum sjö bílaframleiðenda í landinu í verkfalli og kostar hver verkfallsdagur þá 8,2 milljarða á dag í töpuðum tekjum. Alls eru 323.000 verkamenn í stéttarfélagi verkafólks í bíliðnaði í S-Afríku og er hann stærsti iðnaður landsins og skaffar 7% af öllum útflutningstekjum. Kröfur stéttarfélagsins hljóðar uppá 14% launahækkun nú á árinu, aukin heilbrigðisréttindi og breytingu á vinnutíma. Langt er í að þeim kröfum hafi verið mætt af viðsemjendum og því gætu verkföllinn dregist á langinn.
Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent