Audi kennir könum að kaupa dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 08:45 Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Bandaríkjamenn hafa ekki fallið fyrir dísildrifnum bílum hingað til og fáir fólksbílar þar eru með dísilvélar. Margir eru einnig hræddir við að kaupa dísildrifna bíla þar vegna þess að alltof margar eldsneytisstöðvar þar í landi selja ekki dísilolíu. Svo mikil er þess innbyggða andstaða Bandaríkjamanna við dísilbíla að Audi, sem selur nú 5 mismunandi gerðir bíla sinna með dísilvélum í Ameríku, hefur séð ástæðu til að efna til stórrar markaðsherferðar þar sem sýna á Bandaríkjamönnum fram á kosti dísilbíla, ekki síst lága eyðslu þeirra. Eitt af því sem Audi ætlar að gera er að aka þremur Audi bílum þvert yfir landið, frá Los Angeles til New York á 48 tímum og sjá hvort bílarnir eyði ekki enn minna en uppgefnar eyðslutölur þeirra. Bílarnir eru af gerðunum Audi A7, A6 og Q5 og með í för eru blaðamenn frá bílatímaritum. Audi hefur einnig framleitt mjög flotta auglýsingu sem bæði gerir góðlátlega grín að andstöðu Bandaríkjamanna við dísilbíla og kennir þeim í leiðinni að öllu sé óhætt. Sjá má þessa skondnu auglýsingu í myndskeiðinu.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent