Mark Lanegan í Fríkirkjunni 30. nóvember Ómar Úlfur skrifar 4. september 2013 09:21 Mark Lanegan verður í Fríkirkjunni 30. nóvember Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram í Fríkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 30.nóvember næstkomandi. Tónleikarnir eru partur af „European Acoustic Tour“ tónleikaröð söngvarans og verða þeir síðustu í röðinni. Tónleikarnir verða órafmagnaðir eins og nafnið gefur til kynna. Sérstakir gestir eru þeir Duke Garwood og Lyenn en Lanegan vann breiðskífu með þeim fyrrnefnda fyrr á árinu. Mark Lanegan sló í gegn með hljómsveitinni Screaming Trees sem hann stofnaði árið 1984. Sveitin var ein af aðalsveitum grunge senunnar í Seattle á árunum í kringum 1990. Samhliða ferli Screaming Trees hóf Mark sólóferil. Árið 1990 gaf hann út plötuna Winding Sheet. Grunnurinn að þeirri plötu var lagður þegar að Lanegan vann plötu með bestu lögum blúsarans Leadbelly m.a með Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana. Eftir að Screaming Trees hættu störfum gekk Mark til liðs við hljómsveitina Queens Of The Stone Age skömmu áður en að platan Songs For The Deaf kom út, en það er platan sem kom sveitinni eftirminnilega á kortið. Mark Lanegan hefur allan sinn feril unnið með gríðarlega flottu listafólki eins og t,d Moby, Slash, Isobel Campell úr Belle & Sebastian, PJ Harvey og mörgum fleirum. Árið 2012 gaf Mark út plötuna Blues Funeral ásamt hljómsveit sinni og fékk platan prýðilegar viðtökur jafnt aðdáenda og gagnrýnenda. Sautjánda september kemur út ábreiðuplata með kappanum sem ber heitið Imitations. Þar tekur Lanegan mörg sinna uppáhalds laga eftir Nick Cave And The Bad Seeds og fleiri. Miðasala hefst á miði.is og í verslunum Brim í næstu viku og verður takmarkaður fjöldi miða í boði. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Lanegan í rafmögnuðum gír ásamt hljómsveit sinni Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon 10 ráð til að eiga ánægjulegra kynlíf Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon
Bandaríski söngvarinn Mark Lanegan kemur fram í Fríkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 30.nóvember næstkomandi. Tónleikarnir eru partur af „European Acoustic Tour“ tónleikaröð söngvarans og verða þeir síðustu í röðinni. Tónleikarnir verða órafmagnaðir eins og nafnið gefur til kynna. Sérstakir gestir eru þeir Duke Garwood og Lyenn en Lanegan vann breiðskífu með þeim fyrrnefnda fyrr á árinu. Mark Lanegan sló í gegn með hljómsveitinni Screaming Trees sem hann stofnaði árið 1984. Sveitin var ein af aðalsveitum grunge senunnar í Seattle á árunum í kringum 1990. Samhliða ferli Screaming Trees hóf Mark sólóferil. Árið 1990 gaf hann út plötuna Winding Sheet. Grunnurinn að þeirri plötu var lagður þegar að Lanegan vann plötu með bestu lögum blúsarans Leadbelly m.a með Kurt Cobain úr hljómsveitinni Nirvana. Eftir að Screaming Trees hættu störfum gekk Mark til liðs við hljómsveitina Queens Of The Stone Age skömmu áður en að platan Songs For The Deaf kom út, en það er platan sem kom sveitinni eftirminnilega á kortið. Mark Lanegan hefur allan sinn feril unnið með gríðarlega flottu listafólki eins og t,d Moby, Slash, Isobel Campell úr Belle & Sebastian, PJ Harvey og mörgum fleirum. Árið 2012 gaf Mark út plötuna Blues Funeral ásamt hljómsveit sinni og fékk platan prýðilegar viðtökur jafnt aðdáenda og gagnrýnenda. Sautjánda september kemur út ábreiðuplata með kappanum sem ber heitið Imitations. Þar tekur Lanegan mörg sinna uppáhalds laga eftir Nick Cave And The Bad Seeds og fleiri. Miðasala hefst á miði.is og í verslunum Brim í næstu viku og verður takmarkaður fjöldi miða í boði. Hér fyrir neðan má sjá myndband af Lanegan í rafmögnuðum gír ásamt hljómsveit sinni
Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon 10 ráð til að eiga ánægjulegra kynlíf Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon