Ricciardo leysir af Mark Webber Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 13:15 Daniel Ricciardo Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið. Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið.
Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira