Glerbygging bræðir nærstadda bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 10:30 Glerbyggingin við Fenchurch Street í London. Fjármálahverfið í London samanstendur að miklu leiti af glerbyggingum. Sú nýjasta, sem stendur við Fenchurch Street er 37 hæðir af engu nema gleri á ytra byrðinu. Hún virkar örugglega ágætlega sem hús fyrir peningateljara, en einnig sem „stækkunargler“. Gríðarmikið endurkast af sólarljósi stafar frá hliðum hennar, svo öflugt að nærstaddir bílar þola ekki hitann og plasthlutar þeirra einfaldlega bráðna eða aflagast. Það tók aðeins einn klukkutíma að eyðileggja sóllúguna á þessum Jaguar XJ, en hún aflagaðist svo mikið að ekki er hægt að gera við hana og eigandinn þarf að panta sér nýja, en umfram allt að ekki leggja aftur á sama stað við bygginguna. Annar óheppinn bíleigandi kom að bíl sínum með bráðnað mælaborð og sprungna Lucosade drykkjarflösku sem skreytti bíl hans óskemmtilega að innan. Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent
Fjármálahverfið í London samanstendur að miklu leiti af glerbyggingum. Sú nýjasta, sem stendur við Fenchurch Street er 37 hæðir af engu nema gleri á ytra byrðinu. Hún virkar örugglega ágætlega sem hús fyrir peningateljara, en einnig sem „stækkunargler“. Gríðarmikið endurkast af sólarljósi stafar frá hliðum hennar, svo öflugt að nærstaddir bílar þola ekki hitann og plasthlutar þeirra einfaldlega bráðna eða aflagast. Það tók aðeins einn klukkutíma að eyðileggja sóllúguna á þessum Jaguar XJ, en hún aflagaðist svo mikið að ekki er hægt að gera við hana og eigandinn þarf að panta sér nýja, en umfram allt að ekki leggja aftur á sama stað við bygginguna. Annar óheppinn bíleigandi kom að bíl sínum með bráðnað mælaborð og sprungna Lucosade drykkjarflösku sem skreytti bíl hans óskemmtilega að innan.
Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent