E-Class nú með Hybrid tækni Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 14:45 Mercedes Benz E-Class Hybrid Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Mercedes-Benz býður nú í fyrsta skipti upp á Hybrid tækni í E-Class bílnum. Þannig búinn heitir hann E 300 BlueTEC Hybrid og er með tvinnaflrás sem samanstendur af 4 strokka, 2,2 lítra dísil túrbínu vél sem skilar 204 hestöflum og 500 Nm togi og hins vegar 20 kW rafmótor. Bíllinn er 7,5 sekúndur í hundraðið en eyðslan er aðeins 4,1 lítrar og koltvísýringslosun aðeins 107 g/km. Rafmótorinn er afar nettur og þyngir bílinn lítið. E-Class er einnig í boði í bensín- og dísilútfærslum. Líklegt má telja að E 250 CDI verði vinsæll með 2,2 lítra dísil túrbó vél, eins og er í Hybrid bílnum. Eyðslan hans er frá 4,8 lítrum á hundraðið og koltvísýringslosun 131 g/km. E-Class bílarnir koma allir með sjö þrepa stiglausri sjálfskiptingu. Þeir eru boðnir bæði í sedan- og langbaksútfærslu. Þó nokkrar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á nýjum E-Class. Nýr framendi gefur bílnum kraftmikinn og fágaðan svip. Straumlínulag bílsins skilar sér í lágri loftmótstöðu, aðeins 0,25, það lægsta í flokki lúxusbíla í þessum stærðarflokki. Nýr E-Class er kominn til landsins og er til sýnis og sölu hjá Öskju, umboðsaðila Benz á Íslandi.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent