Rússneskur vetur í Bæjarbíói Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2013 14:51 Kvikmyndin Solaris eftir Andrei Tarkovsky er meðal þeirra kvikmynda sem sýndar verða í vetur. Vetrardagskrá Kvikmyndasafns Íslands hefst á morgun undir yfirskriftinni „Rússneskur vetur“, en á dagskrá verða mestmegnis kvikmyndir frá Rússlandi og Sovétríkjunum sálugu. Samkvæmt dagskrárriti safnsins kemur dagskráin til af þrennu. Hún er sögð tímabær rannsókn á þeim fjársjóði sem stærsta gjöf kvikmynda til safnsins kalli eftir, knapps fjárhags í kjölfar efnahagshrunsins og ábendingu menningarmálaráðuneytisins til stofnana sinna um að á árinu 2013 séu 70 ár liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Sovétríkjanna, nú Rússlands. Á dagskránni eru margar sögufrægar myndir úr rússneskri menningarsögu. Meðal þeirra eru Karamazov-bræðurnir, þriggja mynda flokkur eftir skáldsögu Dostojevskís, Idi i smotri, áhrifamikil kvikmynd um grimmdarverk fasista í Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og valdar myndir eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky. Langstærsti hluti dagskrárinnar kemur úr safni MÍR, og verður fyrsta sýning vetrarins í Bæjarbíói annað kvöld klukkan 20. Þá verður fyrsti hluti Karamazov-bræðranna sýndur.Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Vetrardagskrá Kvikmyndasafns Íslands hefst á morgun undir yfirskriftinni „Rússneskur vetur“, en á dagskrá verða mestmegnis kvikmyndir frá Rússlandi og Sovétríkjunum sálugu. Samkvæmt dagskrárriti safnsins kemur dagskráin til af þrennu. Hún er sögð tímabær rannsókn á þeim fjársjóði sem stærsta gjöf kvikmynda til safnsins kalli eftir, knapps fjárhags í kjölfar efnahagshrunsins og ábendingu menningarmálaráðuneytisins til stofnana sinna um að á árinu 2013 séu 70 ár liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Sovétríkjanna, nú Rússlands. Á dagskránni eru margar sögufrægar myndir úr rússneskri menningarsögu. Meðal þeirra eru Karamazov-bræðurnir, þriggja mynda flokkur eftir skáldsögu Dostojevskís, Idi i smotri, áhrifamikil kvikmynd um grimmdarverk fasista í Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og valdar myndir eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky. Langstærsti hluti dagskrárinnar kemur úr safni MÍR, og verður fyrsta sýning vetrarins í Bæjarbíói annað kvöld klukkan 20. Þá verður fyrsti hluti Karamazov-bræðranna sýndur.Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein