Rússneskur vetur í Bæjarbíói Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2013 14:51 Kvikmyndin Solaris eftir Andrei Tarkovsky er meðal þeirra kvikmynda sem sýndar verða í vetur. Vetrardagskrá Kvikmyndasafns Íslands hefst á morgun undir yfirskriftinni „Rússneskur vetur“, en á dagskrá verða mestmegnis kvikmyndir frá Rússlandi og Sovétríkjunum sálugu. Samkvæmt dagskrárriti safnsins kemur dagskráin til af þrennu. Hún er sögð tímabær rannsókn á þeim fjársjóði sem stærsta gjöf kvikmynda til safnsins kalli eftir, knapps fjárhags í kjölfar efnahagshrunsins og ábendingu menningarmálaráðuneytisins til stofnana sinna um að á árinu 2013 séu 70 ár liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Sovétríkjanna, nú Rússlands. Á dagskránni eru margar sögufrægar myndir úr rússneskri menningarsögu. Meðal þeirra eru Karamazov-bræðurnir, þriggja mynda flokkur eftir skáldsögu Dostojevskís, Idi i smotri, áhrifamikil kvikmynd um grimmdarverk fasista í Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og valdar myndir eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky. Langstærsti hluti dagskrárinnar kemur úr safni MÍR, og verður fyrsta sýning vetrarins í Bæjarbíói annað kvöld klukkan 20. Þá verður fyrsti hluti Karamazov-bræðranna sýndur.Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Vetrardagskrá Kvikmyndasafns Íslands hefst á morgun undir yfirskriftinni „Rússneskur vetur“, en á dagskrá verða mestmegnis kvikmyndir frá Rússlandi og Sovétríkjunum sálugu. Samkvæmt dagskrárriti safnsins kemur dagskráin til af þrennu. Hún er sögð tímabær rannsókn á þeim fjársjóði sem stærsta gjöf kvikmynda til safnsins kalli eftir, knapps fjárhags í kjölfar efnahagshrunsins og ábendingu menningarmálaráðuneytisins til stofnana sinna um að á árinu 2013 séu 70 ár liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Sovétríkjanna, nú Rússlands. Á dagskránni eru margar sögufrægar myndir úr rússneskri menningarsögu. Meðal þeirra eru Karamazov-bræðurnir, þriggja mynda flokkur eftir skáldsögu Dostojevskís, Idi i smotri, áhrifamikil kvikmynd um grimmdarverk fasista í Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og valdar myndir eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky. Langstærsti hluti dagskrárinnar kemur úr safni MÍR, og verður fyrsta sýning vetrarins í Bæjarbíói annað kvöld klukkan 20. Þá verður fyrsti hluti Karamazov-bræðranna sýndur.Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira