Hátt í fjögur þúsund gestir sáu bíl Gerlach Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 09:45 Hin sögufrægi bíll Werner Gerlach Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent
Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent