545 milljóna stöðumælasekt í Malmö Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 15:15 Flestum finnast stöðumælasektir hvimleiðar en þeim sænska greinilega ekki. Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent
Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent