Seldist á 1.137 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2013 11:30 Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Er hægt að tala um slæmt efnahagsástand þegar einhver opnar veskið uppá gátt og kaupir gamlan Alfa Romeo keppnisbíl á 1.137 milljónir króna? Enginn Alfa Romeo bíll hefur gengið kaupum og sölum og hærri verði en þessi bíll og var hann seldur á bílauppboði Goodwood Revival í Bretlandi. Flestir þeir bílar sem farið hafa á stjarnfræðilegar upphæðir hafa þó verið boðnir upp hjá Bonham uppboðshúsinu í Bretlandi. Met var reyndar slegið á þessu ári þar er bíll fór á 3,5 milljarða, en það var Mercedes Benz W196R sem ekið var af Juan Manuel Fangio. Bíllinn sem um ræðir nú er 1935 árgerð af Alfa Romeo Tipo C 8C-35 sem ekið var af Tazio Nuvolari. Hann er eini bíll sinnar tegundar, sem skýrir að einhverju leiti á hvaða verði hann fór. Á þessum bíl vann Nuvolari margar aksturskeppnirnar á árunum fyrir seinna stríð og atti þá mest kappi við silvurörvar Mercedes Benz og Audi. Bíllinn er með 8 strokka vél með kaflablásara.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent